Ég byrjaði að blogga í síðustu viku, en það var vikan sem Bjarni Ben varð forsætisráðherra, og ég bara meikaði ekki að pósta. Var búinn að skrifa langt og langsótt grín um hann sem okkar Lisan Al Gaib og Brynjar Níelsson sem Javier Bardem. Í dag finnst mér hann miklu frekar vera okkar Shai Hulud, en fyrir þá sem ekki vita er Shai Hulud hárlausi sandormurinn í Dune sem kemur alltaf upp á yfirborðið ofan úr sandinum og er einhverskonar risa fallus en líka munnur og rassgat á sama tíma. Hvað um það, Bjarni Ben sigraði í Hver-nær-að-gera-Katrínu-svo-pirraða-að-hún-hættir-og-nær-þannig-að-verða-forsætisráðherra-í-eitt-ár-þrátt-fyrir-að-hafa-þurft-að-segja-af-sér-sem-fjármálaráðherra-hálfu-ári-síðar-leiknum. Feis á góða fólkið.
Þetta var þó ekki alslæm vika. Til dæmis var gríðarlega falleg 460 ára gömul antik stytta af grís sett á sölu á brask og brall.is. Á einungis 600.000 krónur (+virðisaukaskattur)
Síðan gerði Ástþór Magnússon sig líklegan til að sigra á næstu Eddu fyrir ótrúlegu kvikmyndalegu afreki og sumir soguðu sumt upp í gegnum mænu og inn í heila fyrir aukið brain power. Plúsar og mínusar. Yin Yang, allt er í jafnvægi.
-Gúmmelaðið byrjar á mínútu 2:10. Bara. Mómentið þegar Kata Jak lendir í jarðskjálfta, eins og hún sé að verða fyrir einhverri vitrun, eða, að Íslands sé að verða hernumið á hennar vakt. Er einhvernveginn fullkomin pæling. Allar þessar tæknibrellur, allar þessar pælingar í belg og biðu. Fullkomnun-
Langaði að tékka hingað inn til þess að fá meðmæli fyrir nýrri bók til að lesa. Ég var að klára Never let me go aftur. Ég byrjaði um árið átak í að kaupa bækur sem hafa haft áhrif á mig, því mig langar til þess að eiga þær upp í hillu til þess að geta gripið í hana. Í bókabúð hér úti í Helsingjaborg sá ég hana til sölu ásamt Girl, woman other (kannski mín uppáhaldsbók??). Fannst hún smá leiðinleg til að byrja með en heildarmyndin, heildarpælingin. Maður minn. Dem. Síðasti þriðjungur bókarinnar húkkaði mig svo harkalega inn og síðan bara grét og ég grét í lokin. Horfði á líf mitt allt öðrum augum. Such is the power of góður texti. (ekki gleyma að í ár er ár bloggsins, ár hins samfellda texta).
Hvað eruð þið að lesa? Hvað er geggjað? Hvað er nýtt? Hvað er fresh?
Í sjónvarpsþáttmálum er ég með of dreifðan fókus. Er að horfa á svo margar seríur samtímis að ég man ekki einu sinni hvað ég er að horfa á. Tók þrátt fyrir það aftur upp þráðinn í Succession og skannaði í gegnum nokkra þætti sem ég hafði séð áður til að fríska upp á minnið, þannig ég nennti eiginlega ekki að horfa á nýjan þátt. Hvað um það, þarf ekkert að segja fólki að það sé gæðastöff. Kláraði Venjulegt fólk sem var æði. Það eru frábærir þættir. Það besta sem hefur komið fyrir íslenskt sjónvarp síðan Vaktaseríurnar fyrir 20 árum (að verða, fuck me). Pétur Jóhann er í báðum seríum. Það er leikari með breitt litróf.
Þarf ekki meðmæli fyrir fleiri þætti, ég hef nóg á minni könnu (Wild Free and Happy)
Bestu sandormskveðjur
Nei ekki enn, alveg möst see stöff?
Búinn með the bear?